Laga þessa síðu

Lagabreytingatillögur

Stjórn Pírata í Kópavogi leggur eftirfarandi lagabreytingar fyrir aðalfund félagsins, sem haldinn verður í fjarfundi þann 4. apríl 2020 kl. 14:00

Slóð á fundinn: https://jitsi.piratar.is/AdalPiratarKop

Hér má nálgast lög Pírata í Kópavogi: https://github.com/piratar/log.piratar.is/blob/master/k%C3%B3pavogur/L%C3%B6g%20P%C3%ADrata%20%C3%AD%20K%C3%B3pavogi.md

Breytingatillögur:

Gr. 4.2. Breytist

Var

Í stjórn félagsins sitja fimm manns sem skipta með sér verkefnum. Formaður stjórnar eða meirihluti stjórnarmeðlima geta boðað til funda. Auk formanns skulu skipaðir gjaldkeri og ritari.

Verður

Í stjórn félagsins sitja allt að fimm manns sem skipta með sér verkefnum. Formaður stjórnar eða meirihluti stjórnarmeðlima geta boðað til funda. Auk formanns skulu skipaðir gjaldkeri og ritari.

Gr. 4.5 Fellur burt

Aðrir liðir færist til samræmis

Við Gr. 4.6 bætist

Missi stjórnarmaður kjörgengi og ekki sé varamaður sem geti tekið sæti þá getur stjórnarmaðurinn setið áfram séu aðrir í stjórn einhuga um það. Þá skal boða til auka-aðalfundar við fyrsta tækifæri til að hægt sé að kjósa að nýju í stjórn.

Við Gr. 7.5 bætist

Auk þess er heimilt að halda fundi félagsis í Höfuðstöðvum Pírata.