Lagasafn Pírata | [Óskráð í fyrirtækjaskrá]
1.1. Heiti félagsins er „Femínistafélag Pírata“. Aðsetur þess og varnarþing er í Reykjavík.
1.2. Félagið er aðildarfélag Pírata, stjórnmálaflokks.
2.1. Hlutverk félagsins er að standa fyrir málfundum, námskeiðum og fræðslu af ýmsu tagi í þeim tilgangi að efla málefnalega umræðu um femínísk málefni, auk þess að styðja og efla þá einstaklinga sem starfa innan félagsins.
3.1. Þau sem hafa rétt til aðildar að Pírötum, stjórnmálaflokki, hafa rétt til aðildar að Feminístafélagi Pírata.
3.2. Félagi í Femínistafélagi Pírata er sjálfkrafa aðili að Pírötum.
4.1. Stjórn félagsins annast almenna stjórn og rekstur félagsins. Hún fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
4.2. Í stjórn félagsins sitja þrjár manneskjur, kosnar leynilegri forgangskosningu á aðalfundi, sem skipta með sér verkefnum. Formaður stjórnar er sá frambjóðandi sem hlýtur hæsta sætið. Formaður stjórnar eða meirihluti hennar geta boðað til funda.
4.3. Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi auk tveggja varamanneskja.
4.4. Stjórn skal setja sér siðareglur og kynna þær fyrir meðlimum félagsins.
4.5. Missi einstaklingur kjörgengi í stjórn félagsins á meðan á kjörtímabilinu stendur skal hann/hún/hán víkja tímabundið úr henni þar til hann/hún/hán öðlast aftur kjörgengi og skal varamanneskja koma í hans/hennar/háns stað. Varamanneskjan skal öðlast þau réttindi sem stjórnarmeðlimur fékk við sitt kjör.
4.6. Séu færri en þrír stjórnarmeðlimir með kjörgengi skal boða til aukaaðalfundar eins fljótt og mögulegt er og kjósa í stjórn að nýju.
4.7. Kjörgengi hefur hver sú manneskja sem skráð er í félagið.
5.1. Aðalfundur félagsins skal haldinn a.m.k. einu sinni á almanaksári.
5.2. Boða skal til aðalfundar með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara og með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað.
5.3. Einfaldur meirihluti viðstaddra meðlima á aðalfund ræður úrslitum mála nema um annað hlutfall sé kveðið í lögum þessum. Allar viðstaddar skulu hafa málfrelsi og tillögurétt.
5.4. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
5.5. Stjórn félagsins getur ákveðið að boða til aukaaðalfundar.
5.6. Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.
6.1. Félagið telst starfhæft svo lengi sem ekki meira en 18 mánuðir hafa liðið frá því að síðasti aðalfundur þess var haldinn.
6.2. Lögum félagsins má breyta á aðalfundi með ⅔ hluta atkvæða aðila félagsins sem sitja aðalfund. Tillaga að lagabreytingu á aðalfundi skal eigi afgreidd nema hún sé skýr og lögð fram skriflega.
6.3. Grunnstefna Pírata skal höfð að leiðarljósi í starfsemi félagsins.
7.1. Félaginu er heimilt að safna og taka á móti styrkjum ásamt því að stunda sölu á vörum og þjónustu eftir því sem landslög leyfa.
7.2. Rekstrarafgangur/hagnaður af starfsemi félagsins í lok starfstímabils skal fluttur óskertur til þess næsta.
7.3. Stjórn félagsins skal, fyrir lok júnímánaðar hvert ár, skila fundargerð aðalfundar, ársskýrslu og bókhaldsgögnum síðastliðins árs til framkvæmdaráðs Pírata, stjórnmálaflokks.
7.4. Skipti félagið starfsemi sinni frekar skal framkvæmdaráði Pírata gerð grein fyrir þeirri skiptingu að því leyti sem hún hefur áhrif á félagaskráningu.
8.1. Á aðalfundi skal heimilt að bera upp tillögu um slit félagsins. Hún skal eingöngu afgreidd hafi hún verið tilkynnt í fundarboði. Samþykki aukinn meirihluti atkvæðabærra aðila tillöguna skoðast slitin samþykkt.
8.2. Félaginu skal slitið sé það ekki lengur starfhæft samkvæmt lögum þessum.
8.3. Við slit félagsins skulu eignir þess, ef þeim er að dreifa, renna til Pírata.